Paris Hilton Passport er ilmvatnslína frá fyrrnefndri glamúrdrottningu. Línan inniheldur ilmina: Paris, South Beach, Tokyo og nýjasta viðbótin St.Morritz.
Eins og skilja má á nafninu Passport táknar hver ilmur ákveðinn stað og lyktin á að tengjast honum með einhverjum hætti.
Ég hef verið að nota St.Morritz að undanförnu en hef ég ekki komið þangað og get því ekki sagt hvort henni tókst að fanga andrúmsloftið – en lyktin er mjög góð!
Ilmurinn er mjög kynþokkafullur, sem er frekar ólíkt fyrri ilmum Parisar. Angar af sítrónum, ís, fersku fjallalofti, laufblöðum og liljum úr dölum St.Moritz.
Ilmurinn hentar vel við flott tilefni… mér finnst svo skemmtileg seiðandi stemning í ilminum. Satt best að segja er ég ótrúlega hrifin af þessum ilm. Nýji uppáhalds!
Ég er hinsvegar ekki jafn hrifin af flöskunni. Hún er skreytt einhverskonar manga-skopmynd af Paris og kjölturakkanum hennar. Þau virðast bæði ótrúlega sorgmædd sem skemmir kannski góðu stemmninguna…
En þá er bara að hunsa flöskuna og njóta þess að lykta vel!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.