Fyrir tveimur vikum gáfum við hér á Pjatt.is nokkra Veet vax penna og báðum lesendur svo að senda okkur smá reynslusögu.
Óhætt er að segja að penninn hafi slegið í gegn en honum er m.a. lýst sem “Algjörri snilld” og “Vöru sem óhætt er að mæla með”.
Okkur finnst virkilega gaman að deila þessu með ykkur lesendum og þökkum ykkur kærlega fyrir þáttökuna!!
Halldóra Kristjónsdóttir sendi inn komment var svo dregin út og fékk hún gjafakörfu að andvirði 50.000 kr!
Í hana settum við fleiri frábærar vörur frá Veet, Floru, ilminn frá Gucci, hárvörur frá Sebastian, Filodoro sokkabuxur og margt fleira fínerí. Það er alltaf gott að eiga góðar pjattrófur að 😉
Hér eru reynslusögurnar:
Ég keypti mér svona vax penna frá Veet, notaði hann á augnbrúnirnar og hann er algjör snilld ! Hef yfirleitt plokkað augnbrúnirnar en þetta er fáránlega þægilegt og endist miklu betur! Tekur líka öll hárin! Takk æðislega fyrir að benda mér á þennan penna, sé ekki eftir þessum kaupum.
Kær kveðja Björk
P.S. elska síðuna ykkar 🙂
***
Ég heiti Edda og ég sótti pennann minn uppí Skútuvog. Ég fór beint heim og prófaði þetta. Ég er með rosalegan hárvöxt í andlitinu enda mjög dökk á hörund þannig að vax hentar mér mjög vel.
Náði ekki að nota pennan nógu vel á sjálfri mér þar sem ég er nýkomin úr plokkun en náði að nota hann á ennið, haha virkaði fíntfínt! Hinsvegar datt mér í hug að nota þetta á hann Jóa minn, honum til mikillar ánægju, þar sem ég náði að gera augabrúnirnar hans alveg eins og á Kim Kardashian og eg er ekki að djóka. Perfectó! Svo þægilega mikill hárvöxur þar. Þá komst ég að því að litli hvíti penninn er svo mikil snilld! Alveg geggjaður! Hlakka til að safna hári og kaupa mér annan penna fyrir mig.
Takk kærlega! Bestu kveðjur Edda
***
Mér finnst nýji vaxpenninn alveg frábær og einfaldur í notkun, ég prófaði að setja á augabrúnir og efri vör og útkoman var mjög góð. Ekki er verra að hafa kremið sem maður setur á eftir á. Ég er með mjög viðkvæma húð og fæ roða mjög auðveldlega sem helst lengi, hef yfirleitt rakað eða plokkað því að ég fæ svo mikinn roða við að vaxa en ég slapp alveg!
Ég mun mæla með þessari vöru 🙂 Halldóra
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.