Veet hefur í fjölda ára verið leiðandi í háreyðingu kvenna og nú síðast kom á markaðinn frá þeim Veet EasyWax.
Veet EasyWax er tæki sem gerir konum kleift að vaxa sig líkt og gert er á snyrtistofu, þ.e. með því að hita vax með rafmagni og rúlla því svo einfaldlega á leggina, undir hendurnar, á andlitið eða á bikinísvæðið.
Ég var alveg smá stressuð þegar ég réðst í að prufa tækið enda bara einu sinni farið í leggjavax og þá hafði ég æpt af sársauka allann tímann og sór og sárt við lagði að slíkann sársauka skyldi ég aldrei leggja á mig aftur.
En eins og svo oft áður þá stóðst ég ekki mátið að prufa eitthvað svona sniðugt og ég fékk mér Veet EasyWax Kit sem inniheldur tæki til að hita vaxið, eina áfyllingu með breiðum haus, tólf efnisræmur til að taka vaxið af og svo 4 pakka af olíuþurrkum til að taka allt vax sem kann að verða eftir á leggjunum þegar vaxinu er lokið.
Einhvernvegin komst ég svo í gegnum það að vaxa á mér leggina án tiltakanlegs sársauka…sem betur fer þar sem það var tveggja ára barn í næsta herbergi sem ég hefði annars vakið vegna gólanna í mér.
Tækið er einfalt í notkun en í það eru notaðar áfyllingar ýmist með breiðum haus, sem nota skal á stærri svæði, eða með mjóum haus, sem nota skal á minni svæði. Áfyllingunum er rennt inn í tækið og því stungið í samband á meðan það stendur í þar til gerðum standi í 20 mínútur.
Svo Veet EasyWax fær toppeinkunn frá mér, ekki aðeins er það auðvelt í notkun heldur er það á einhvern undraverðan hátt gætt þeim eiginleikum að maður finnur til lítils sársauka og svo endar maður með silkimjúka leggi sem er aldrei slæmt!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KoiMek1s5Uw[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.