Ég var að fjarlægja langlífan varalit um daginn og þegar ég teygði mig í Vaseline dunkinn minn (ath dunkinn) rifjaðist upp fyrir mér yndislegt myndband sem fær mig alltaf til að hlæja.
Mig langar til að deila myndbandinu en þar ljóstrar Tyra Banks aðal fegurðarleyndarmáli sínu,Vaseline. Hún notar það á augun á þurrkubletti og bara út um allt.
Vaseline er nefninlega yndislegt og hægt að nota í næstum því hvað sem er. Þetta er algjört must að eiga í make up kittinu, heima og í veskinu.
Ég setti væna klessu yfir litinn á vörunum og notaði afganginn á handarbakið til að fjarlægja vatnsheldann gel eyeliner. Ég læt þetta bíða á svæðinu sem ég ætla að hreinsa í nokkrar sekúndur og þurrka svo af. Yfirleitt rennur allt af, sama hversu vatnshelt eða “long-wear” varan er.
Húðin er svo alltaf mjúk og fín eftir að ég hreinsa með þessum hætti. Ég set einnig oft á naglaböndin til að halda þeim mjúkum, eða á þurrk eins og Tyra. Stundum áður en ég fer að sofa set ég pínulítið á augnhárin. Þegar ég er með eða að mála nátturulega förðun þá set ég stundum smá á augnlokin til að fá fallegan gljáa, jafnvel yfir smá augnskugga, eða blanda blýanti við til að fá kremaðan lit. Svo má alltaf setja örlítið ofan á kinnbeinin fyrir smá highlight.
Ég gæti talið upp endalaust margar notkunarleiðir en ætla láta þetta duga í bili.
Vona að myndbandið kæti…
[youtube]http://youtu.be/IKxBoPgujNk[/youtube]
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.