Hingað til hef ég alltaf notað sólarpúður með shimmeri en ég prófaði nýlega sólarpúður frá Smashbox sem er matt…
… og núna verð ég að viðurkenna að mér finnst það mun flottara en sólarpúður með shimmeri!
Púðrið heitir BRONZE LIGHTS, kemur frá nýja uppáhaldinu mínu SMASBOX og liturinn heitir Suntan matte. Það er frekar dökkt sem mér finnst þægilegra, þá nota ég minna og sé mun skýrari skyggingu.
Sólarpúðrið er mjög náttúrulegt og gefur ferskt og útitekið lúkk. Sjálf er ég með MJÖG ljósa húð, tek engann lit á sumrin og er því púðrið fullkomið fyrir mig!
Það er í dýrari kantinum en eins og ég sagði áður þarf mjög lítið af því og endist það því heillengi og er því alveg þess virði.
Kim Kardashian ELSKAR þetta púður og segir þetta eina sólarpúðrið sem hún notar en Kim er nú einu sinni ókrýnd drottning sólarpúðurs og hlýtur bara að vita um hvað hún er að tala. Ég get allavega vottað þetta sólarpúður.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.