Á dögunum endurnýjaði ég einn af mínum uppáhalds hyljara, Magic Concealer frá Helena Rubinstein.
Ég elska þennan hyljara. Hann er rosalega góður í að hylja svæði á andlitinu og er alveg sérstaklega góður undir augun!
Léttur hyljari sem gefur hámarksþekju.
Ég nota þennan oftast á kúnnana mína líka því ég veit ég get treyst þessum hyljara því hann kemur undantekningalaust vel út. 1-2 “dropi” undir augun og dreifa úr með bursta.
Þú færð hann m.a. í Hagkaup og á öðrum stöðum þar sem vörur frá Helena Rubinstein eru seldar.
________________________________________________________________
Ég nota flatan busta til að “dúmpa” hyljaranum á svæðið undir augunum. Þessi bursti er frá Crown brush og er pantaður af netinu.
Ég nota svo fluffy bursta, Real Techniques, til að mýkja skil svo að útkoman verði sem eðlilegust.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com