Untold er nýr ilmur frá Elizabeth Arden, ilmur sem kemur í ótrúlega fallegu glasi, glasi sem minnir helst á demant. Ljósið endurkastast frá öllum sjónarhornum og það er virkilega glitrandi og fallegt.
Hin ósagða saga hverra konu er innblásturinn við hönnun og þróun ilmvatnsins. Nútímalegu konunni sem býr yfir dulúð og sérstökum og fáguðum persónuleika. Ósögð leyndarmál, draumar hennar sem hún hefur engum sagt frá eða metnaður sem hún á eftir að opinbera… sem sagt hið ósagða.
Ilmurinn Untold er frekar kryddaður en samt finnur maður ávaxta ilminn í gegn, mjög þokkafullur, fágaður og hressandi. Í ilminum er blanda af Egypskri jasmine, pink pepper, ergamot, peru, sólberjum, patchouli, Sandalwood og að ógleymdum Musk tón til að fullkomna verkið.
Útkoman er alveg dásamleg! Mjög þokkafullur, fágaður og dularfullur ilmur.
Ég er alveg dáleidd yfir þessum nýja ilmi, hann er frekar kryddaður en þó léttur. Ávextirnir og krydduðu tónarnir blandast einstaklega vel saman. Ekta kvöldilmur sem fullkomnar dressið!
Kíktu líka á myndbandið þar sem hin fallega fyrirsæta Olga Kaboulova er andlit Elizabeth Arden.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Jr4ko5edOuo[/youtube]
Virkilega góður ilmur í fallegu glasi fyrir hina fáguðu og flottu konu
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.