Um leið og við stelpurnar erum komnar yfir 25 ára aldurinn er mjög gott að byrja að hugsa extra vel um húðina.
Fyrst og fremst er nauðsynlegt er að eiga gott krem til að verja húðina fyrir bæði sól og þurrki og þá getur stundum verið gott að prófa nýjar tegundir inn á milli.
Ég er búin að nota Skin Vivo frá Biotherm núna í mánuð og er mjög sátt.
Kremið má nota bæði kvölds og morgna og þá á andlit og hálssvæðið. Á þessum tíma sem ég hef notað kremið hef ég tekið eftir því að húðin er mýkri og laus við allan þurrk. Algjörlega dásamlegt krem og þá sérstaklega fyrir okkur hérna á Íslandi sem þurfum að lifa við allar þessar veðrabreytingar.
Skin Vivo vinnur gegn öldrun húðar, dökkum blettum í húð, rósroða og dregur einnig fram ljómann í húðinni okkar. Framleiðendur lofa unglegri og mýkri á aðeins 4 vikum og ég er hreint ekki frá því.
Kremið kemur bæði í gel formi og krem formi. Gelið er meira fyrir þær sem eru með normal húð og kremið fyrir þær sem eru með þurrari húð.
Augnkremið er líka algjör nauðsyn. Augnsvæðið er svo viðkvæmt og húðin sérstaklega þunn í kringum augun og því nauðsynlegt er að bera á sig gott augnkrem kvölds og morgna, það er að segja ef þú vilt halda augnsvæðinu fersku og vera laus við fínar línur og þrota.
Skin Vivo Yeux augngelið er æðislegt. Mér fannst það virka um leið og ég bar það á mig en sléttri viku eftir að ég byrjaði að nota það fann ég mun á augnsvæðinu. Gelið dregur úr bólgum, pokum og dökkum baugum. Það verndar augnsvæði gegn öldrun og dregur úr hrukkumyndun.
Ég mæli algjörlega með Skin Vivo línunni frá Biotherm. Þetta eru þægileg og góð krem sem virka strax!
Sjáðu hvort þú getir fengið prufu í Lyf og heilsu, Lyfju eða Hagkaup. Kannski virkar þetta líka fyrir þig…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.