UNA dag- og næturkremið er alíslensk afurð framleidd af nýsöpunarfyrirtækinu Marinox en húðvörurnar eru algjörlega lausar við litarefni, ilmefni og paraben efni.
Umbúðirnar á kremunum er einstaklega hentugar þar sem þær eru í nýtísku pumpu þannig að það kemur akkúrat rétt magn í lófann þannig að það er ekkert bruðl í gagni, einnig er auðvelt að flækjast með kremin í íþróttatöskunni eða hvert sem þú vilt fara því þær eru léttar og þéttar.
Kremið gengur vel inn í húðina þegar það er borið á hana sama hvort það er nætur- eða dagkremið og dreifingin er einnig jöfn á húðina þannig að farðinn kemur fallega út þegar meiköppið er sett á. Virka efnið er gert úr sjávarþörungum sem innihalda gríðarlegt magn andoxunarefna.
UNA Skincare vörurnar fást á ýmsum útsölustöðum og má þar nefna:
- Hagkaup Kringlunni
- Hygea Kringlu
- Lyf & Heilsa Kringlunni
- Sigurboginn
- Hygea Smáralind
- Lyfja Smáralind
Langar þig að vita meira? Farðu á vefsíðu Una Skincare og lestu meira um kremin en þau eru alíslensk og mjög náttúruleg framleiðsla sem hefur alveg slegið í gegn!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.