Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar íslensk framleiðsla slær í geng en nú nýlega kom á markað krem frá UNA skincare og þessar húðvörur eru nú þegar byrjaðar að vekja eftirtekt…
…Ég var svo heppin að fá að prófa bæði dag- og næturkrem frá þessu flotta nýsköpunarfyrirtæki en það er Marinox ehf. sem framleiðir UNA húðvörurnar. Kremin eru meðal annars unnun úr íslenskum brúnþörungum sem eru handtíndir við strendur Íslands en þörungar hafa lengi verið þekktir fyrir heilsubætandi eiginleika.
Á heimasíðu UNA má lesa um kremin en þar segir meðal annars;
Una húðvörurnar byggja á umfangsmiklum rannsóknum á lífefnum úr íslenskum sjávarþörungum. Samspil hafs og vísinda hjálpar þannig til við að varðveita náttúrulega fegurð húðarinnar. UNA húðvörurnar eru ríkar af náttúrulegum og lífrænum innihaldsefnum.
Það hljómar vel!
Og ég verð að viðurkenna að ég er mjög ánægð eftir nokkurra vikna notkun kremanna. Næturkremið er feitt og uppbyggjandi en húðin verður silkmjúk eftir nóttina. Svo er dagkremið mun léttara og hentar vel undir farða. Kremin koma í einstökum loftheldum umbúðum með pumpu til að vernda virku innihaldsefnin í kreminu en kremin innihalda mikið af andoxunarefnum!
Það er engin sérstök lykt af kreminu enda eru kremin frá UNA laus við öll ilmefni, litarefni og paraben…svo eru þau ekki prófuð á dýrum.
Mæli eingregið með þessum flottu kremum en þau henta öllum húðgerðum!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.