Við erum misjafnar eins og við erum margar og þar af leiðandi hennta okkur mismunandi hlutir.
Að finna ilmvatn sem henntar er oft hægara sagt en gert þar sem að það er heill frumskógur af dásamlegum ilmum í boði. Auk þess er misjafnt hvernig ilmur klæðir hvern og einn.
Ég hef verið að leita að nýjum ilm og hef prufað sitt lítið af hverju uppá síðkastið.
Trésor Midnight Rose frá Lancóme henntar mér fullkomlega þar sem ég er mjög hrifin af blöndu af sætum og krydduðum ilmum.
Ég er agalega skotin í þessu ilmvatni. Sætt en samt pínu kryddað, ólíkt öllum öðrum ilmum sem ég hef prufað.
Bestu meðmæli sem hægt er að fá er þegar einhver spyr mann ” hvaða ilmvatn ertu með, rosalega góður ilmur af þér”.
Er búin að vera með þennann ilm í tvo daga og hef verið spurð þrisvar, hef augljóslega valið rétt.
Auk þess þarf alls ekki mikið af ilmnum, lyktin helst á tímunum saman og óþarfi að splæsa á sig auka skvettu.
Mundu bara að nudda úliðina ekki saman þegar að þú setur ilmvatnið á þig, þá ertu að skemma undirtón ilmvatnsins.
Emma Watson er andlit ilmvatnsins og auglýsingin er ótrúlega rómantísk og krúttleg. Endilega tékkaðu á Trésor Midnight Rose í næstu snyrtivöruverslun.
Guðrún Hulda er flugfreyja sem hefur stundað nám við félagsfræði og félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún er fagurkeri og nautnaseggur sem hefur gaman af öllu því sem gleður augað, eyrað, kroppinn, andann og sálina. Guðrún er vog.