Eitt af því sem allar pjattrófur verða að eiga í snyrtibuddunni sinni er góður hyljari.
Þeir eru nokkrir frábærir á markaðnum. Við höfum heyrt að Bobbi Brown framleiði frábæra hyljara, Magic Concealer frá Helenu Rubinstein er frábær, Shiseido er með æðislega hyljara og svo er YSL með frábæran hyljara sem ótal konur eru í áskrift að: Touche Éclat eða gullpennann eins og við köllum hann hérna.
Gullpenninn er notaður til að lýsa upp og móta andlitið. Það má draga burstann yfir T-svæðið og dúmpa létt á hann. Þú notar hann til að auka ljóma húðarinnar og draga úr þreytumerkjum eða blettum. Berð yfir dökk svæði, t.d. undir augum, við nefið, á útlínur varanna og dreifir svo létt. Einnig er hægt að bera hann á efri augnlok, við augabrúnir og augnkróka. Við þetta endist augnskugginn þinn lengur og fær meiri ljóma.
Prófaðu þennan næst þegar þú þarft að kaupa þér hyljara. Hugsanlega myndast langtímasamband við þessa flottu vöru?
PS. Nú í nokkra mánuði verður á markaðnum sérstök ‘Limited Edition’ útgáfa af hyljaranum með fallegu flauels Y í höfuðið á Yves Saint Laurent. Penninn kostar í kringum 5000 kr.
Kíktu hér á skemmtilegt myndband sem sýnir þér hvernig er hægt að nota hyljara með fjölbreyttum hætti.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.