Ég hef lengi verið í vandræðum með maskara. Alltaf að prófa nýjar gerðir og hef hingað til ekki fundið neinn sem hefur slegið ALVEG í gegn þar til núna!
They’re Real frá Benefit er alveg málið fyrir mig! Ég prófaði maskarann áður en ég fór á árshátíð fyrir stuttu. Ég var búin að mála augun og setja á mig eyeliner og hugsaði með mér jú ókey ég skal prófa þig í kvöld en mig langaði að vera með þykk og mikil augnhár en var ekki í stuði til þess að setja á mig gerviaugnhár.
Satt best að segja varð þetta ást við fyrstu sýn (stroku) því þessi maskari er ÆÐI! hann þykkir, lengir og gerir allt það sem góður maskari á að gera, ég gat sett á mig margar umferðir af honum með sikk sakk hreyfingu án þess að hann klesstist allur, hann gerði nákvæmlega það sem að ég vildi að hann gerði fyrir mig.
Ef þú ert að leita að góðum maskara sem þykkir og lengir þá er þetta maskarinn fyrir þig. Hún Katla skrifaði einnig um maskarann hér og hefur sömu sögu að segja og ég… hún kolféll fyrir honum.
Maskarinn fæst um borð í flugvélum Icelandair og ef þú ert á leiðinni til útlanda eða þekkir einhvern sem er á leiðinni í flug með Icelandair þá mæli ég með því að þú nælir þér í eintak. Hægt er að panta maskarann hjá Saga Shop hér.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig