Það er fátt sem gerir okkur jafn ferskar og sturta og gott rakakrem í morgunsárið.
Ég fell alltaf fyrir húðvörum ef þær eiga að auka á ljóma og kollagen myndun húðarinnar. Eins er mottóið mitt: “Því náttúrulegra því betra”. Veit fátt óþægilegra en að setja á mig húðvöru frá framleiðanda sem ég treysti ekki 100%.
Á hverjum morgni síðan í byrjun janúar hef ég notað rich nourishing cream frá Blue Lagoon og það er fyrst núna að klárast. Það er vísbending um gæði ef þú þarft að nota lítið af snyrtivöru á sama tíma og þú ert að fá það sem þú vilt út úr henni.
Rich nourishing cream er nærandi þörungakrem sem vinnur gegn öldrun húðarinnar (ekki slæmt það), er án parabenefna, eykur á ljóma húðarinnar og er einstaklega gott fyrir þurra og viðkvæma húð án þess þó að vera feitt þannig að kremið er einnig kjörið fyrir blandaða húð. Það er líka FRÁBÆRT undir farða, má nota kvölds og morgna (á hreina húð auðvitað), gengur hratt inn í húðina og inniheldur eingöngu náttúrleg efni úr jurtaríkinu.
Þá má bæta við að kremið inniheldur líka Blue Lagoon þörunga sem hjálpa til við að örva náttúrulega nýmyndun kollagens og viðhalda kollagenbúskap húðarinnar (kollagen dregur úr hrukkum), og það hefur einnig að geyma Blue Lagoon kísil sem hefur styrkjandi áhrif á efsta varnarlag húðarinnar.
Í stuttu máli náttúrulegt rakakrem sem eykur á ljóma, dregur úr hrukkum og ætti að henta flestum húðgerðum. Svo er lyktin æðisleg. Algjörlega frábært alhliða krem sem ég get hiklaust mælt með.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.