Það er einfaldlega þannig að sumar snyrtivörur hitta í mark og aðrar ekki…
…Hér kemur listi yfir nokkrar vörur sem hafa rokselst um allan heim undanfarna mánuði. Hvort sem það er góðri markaðssetningu að þakka eða bara gæðum þá hafa þessar vörur náð svo miklum vinsældum að nánast önnur hver kona hefur prófað þær.
Truth Serum® Vitamin C Collagen Booster frá Ole Henriksen: Þetta serum inniheldur C vítamín í massavís og gefur húðinni bjart og ljómandi yfirbragð.
Flowerbomb ilmvatnið frá Viktor & Rolf: Síðan þetta ilmvatn kom á markaðinn hefur það náð gígantískum vinsældum enda ilmar það dááásamlega!
Self Tan Bronzing froðan frá St.Tropez: Þetta er brúnkukremsfroða sem er einstaklega einfalt að bera á húðina vegna þess hve létt hún er. Froðan er lituð þannig að maður sér strax hver útkoman er sem minnkar líkurnar á flekkjum til muna.
DOT ilmvatnið frá Marc Jacobs: Frábær ilmur sem kemur í svakalegu glasi…listaverk!
They’re Real maskarinn frá Benefit: Kolsvartur maskari sem lengir, krullar, lyftir, þykkir og aðskilur augnhárin…það munar ekki um það!
TOUCHE ÉCLAT ‘töfra penninn’ frá YSL: Þessi highlighter penni þykir ómissandi fyrir margar skvísur þarna úti. Hann hylur misfellur í húðinni og birtir upp þau svæði sem hann er borinn á. Þessi penni hefur unnið til nokkurra verðlauna enda snilldar vara.
Dior Addict Lip Glow varaliturinn frá Dior: Léttur varalitur/varasalvi sem gefur smá lit ásamt því að mýkja varirnar og gefa þeim raka. Varaliturinn inniheldur SPF 10 þannig að hann gæti hentað vel fyrir sumarið.
Beautyblender svampurinn: Þessi svampur fæst því miður ekki á Íslandi en hann hefur gert allt vitlaust vestanhafs. Þetta er margnota svampur sem notaður er til að bera meðal annars púður, meik og hyljara á húðina en hann þykir gefa húðinni ótrúlega slétta og lýtalausa áferð.
Long Wear gel eyelinerinn frá Bobbi Brown: Hann hefur unnið til allnokkurra verðauna! Þessi blauti eyeliner kemur í nokkrum litum og er vatnsheldur.
Camera Ready BB kremið frá Smashbox: Þetta BB krem jafnar húðlit, gefur raka, heldur húðfitu í skefjum, veitir vörn gegn skaðlegum sólargeislum og fleira og fleira. Ekki amalegt það!
Vonandi að þessi listi geti hjálpað þeim sem eru í snyrtivöruhugleiðingum.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.