Það eru nokkur ár síðan Lancome kom með á markað meikið Teint Miracle og hef ég notað það töluvert (enda Lancome uppáhalds snyrtivörumerkið mitt!).
Snyrtivörufyrirtæki koma reglulega með nýjar vörur á markaðinn. Stundum koma nýju vörurnar svo ört að maður nær ekki að fylgjast með en oft gerist það að þær hitta í mark. Teint Miracle frá Lancome er þannig.
Þetta meik er hreinlega súper gott og á ég mjög erfitt með að sannfærast um að prófa að kaupa önnur meik. Helsti kosturinn finnst mér sá að það er ekki þykkt, það dreifist vel og aðlagast húðinni einstaklega fallega. Það er pumpa á flöskunni og lyktin er góð (já það skiptir máli!).
Meikið gefur líka góðan raka og er laust við olíu sem gerir áferðina mjög náttúrulega og húðin sýnist vera súper heilbrigð.
Ef þú ert að leita þér að meiki fyrir fermingaveisluna, árshátíðina eða annað tilefni, prófaðu þá að spyrja góða starfsstúlku í snyrtivörudeild um Lancome Teint Miracle – þú verður ekki svikin af því að prófa!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.