Fyrir skemmstu kom Lancome með nýtt meik á markaðinn sem kallast Teint Idole Ultra 24H og eins og nafnið gefur til kynna á meikið að duga í tuttugu og fjóra tíma.
Lancome notar svokallaða EternalSoft tækni og hefur það tekið fyrirtækið 8 ár að ná því stigi að láta meik endast svona lengi á húðinni en það helst fullkomlega á allan tímann sem þú hefur það á þér.
Að mínu mati er þetta mjög gott meik (reyndar hef ég aldrei prófað vöru frá Lancome sem hefur ollið mér vonbrigðum) en það erfiðast var eins og svo oft við meik var að finna rétta litinn, en þegar hann var fundinn smullum við svona óskaplega vel saman.
Ég hef ekki notað annað meik síðan ég fékk þetta, því jú það endist ótrúlega lengi á húðinni og kemur svo náttúrulega vel út. Húðin glansar ekki, hún verður ekki olíukennd og maður er með matta áferð á henni án þess að líta út fyrir að vera með púður.
Það er gott að bera kremið á sig og dreifist vel úr því, ég nota minna af því en af mínu vanalegu meiki (sem er líka Lancome) og það þekur húðina vel.
Meikið er örlítið í dýrari kantinum en ef maður notar minna af því og það endist lengur en hin meikin mín þá kemur það ef til vill út á það sama og ég lít betur út, þannig að ég get ekki annað sagt en að ég er “súper happy” með nýja Teint Idole 24H.
Ef þú ert að leita þér að meiki, spurðu þá um Teint Idole Ulta 24H frá Lancome í næstu snyrtivörubúð.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.