Nýjasta trendið í ilmvötnum eru svartar umbúðir fyrir kvenilmi sem hugsaðir eru frekar fyrir nótt en dag.
Það var Lady Gaga sem reið á vaðið með metsöluilminn FAME en síðan hafa ekki ómerkari framleiðendur en Gucci, Dolce & Gabbana, Tom Ford, Bvlgari og margir fleiri markaðssett ilmi í svörtum umbúðum.
Desire er sjá sjötti í The One línunni frá þeim Dolce & Gabbana, ekta kvöldilmur fyrir konur sem hafa ekkert á móti því að eftir þeim sé tekið – kraftmikill og kynþokkafullur.
Desire frá Dolce & Gabbana er austrænn blómailmur sem fullkomnar The One safnið með innilegum og áfengum tónum.
Ferskir tónar mandarínu, litkaaldins (lychee) og ilmappelsínu (bergamot) kallast ljúflega á við sakleysislega tóna liljunnar.
Í innsta kjarnanum, hjartanu, er þrenning ofurkvenlegra blóma. Maríulilju (madonna lily) og höfugur blær indversks rósahnúðs (Indian tuberose) sem blandast flauelskenndri jasmínu og ljúfum ilmi sætrar plómu.
Grunnurinn verður hlýrri og ljúfari fyrir tilstilli vanillublandinnar karamellu sem fléttast saman við
hlýlegan sandelvið, örlítinn moskus og klettasólrós (Cistus Labdanum).
Það er svo þokkadísin Scarlett Johanson sem er andlit ilmsins, og línunnar allrar út á við.
Glæsileg og falleg kona sem þeir Dolce & Gabbana segja færa um að túlka hinar margbreytilegu hliðar kvenleikans sem þeir reyna að endurspegla í The ONE.
UMBÚÐIRNAR
Matt gull og svartur litur setja svip sinn á glasið og öskjuna sem geyma Desire.
Glasið er fáguð endurtúlkun á sígildri lögun glassins með The One safninu, áletrað með glæsilegri handskrift Stefanos Gabbana á Desire í gylltu.
Desire kemur bæði í Eau de Parfum 30ml og Eau de Parfum 50ml
Flottur og kynþokkafullur ilmur fyrir kraftmiklar konur sem þora að láta taka eftir sér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.