Helena Rubenstein er komin á markaðinn með nýjan maskara sem heitir Surrealist Everfresh.
Ég hef oft sagt það áður að ég er mjög vandlát þegar kemur að möskurum. Það má eiginlega telja þá maskara sem ég verð mjög hrifin af á annari hendi og ég hendi yfirleitt þeim sem ég fíla ekki eftir að hafa prufað þá í nokkra daga.
Nýji maskarinn frá Helenu Rubinstein kom mér reyndar mjög á óvart því þegar ég sá burstann sem er á honum hélt ég að ég myndi hætta við hann strax. Burstinn er nefninlega frekar lítill, sem ég hélt að væri alls ekki að gera sig en þetta reyndist svo einmitt það besta við hann enda gerir þessi litli bursti það ótrúlega auðvelt að vinna með maskarann og stjórna magninu sem fer á augnhárin.
Maskarinn er svolítið þykkur í sér og blautur og þornar eiginlega ekki alveg þegar hann er á þér, það eru kostir og gallar í því og er mjög persónubundið hvort þú fílar þannig maskara eða ekki en í mínu tilviki hentar það vel.
Til að fá extra, extra stór, mikil og þykk augnhár þá ferðu nokkrar strokur með burstanum á augnhárin en ef þú vilt vera með dags daglega útlitið þá eru ein til tvær strokur nóg því hann þykkir augnhárin mjög vel.
Það er auðvelt að taka maskarann af með hreinsiklút sem er stór plús því það er fátt leiðinlegra en að þurfa að nudda og nudda maskara af sér þegar þú ert að þvo andlitið. Það getur líka farið illa með augun og augnsvæðið svo þessi er góður fyrir þær sem kjósa að ná maskaranum auðveldlega af.
Stelpur, ég get alveg mælt með SURREALIST fyrir þær sem vilja frá dramatískt útlit á augnhárin sín! Hann kostar um 5.500 í Fríhöfninni.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig