Ég hef aldrei átt litað dagkrem fyrr en nú fyrir stuttu. Hef alltaf notað meik eða púður og líkað það ágætlega.
Ég ákvað þó að prófa eitthvað nýtt og SUPER CITY BLOCK dagkremið frá Clinique varð fyrir valinu.
Lituð dagkrem eru tilvalin ef maður er að leitast eftir náttúrulegu og “easy going” lúkki. Í raun hylur það ekki mjög mikið en jafnar þó út húðlitinn og gefur húðinni fallegan ljóma. Ég nota hyljara með kreminu. Einnig er hægt að nota kremið sem primer og nota þá púður yfir.
SPF stuðullinn á kreminu er 40 svo að kremið er gott til að nota til varnar sólinni hvort sem við erum á Íslandi eða erlendis því ekkert orsakar hrukkumyndun eins mikið og sólargeislar. Kremið ver jafnframt húðina fyrir mengun og utanaðkomandi neikvæðum áhrifum svo þetta er ALVEG rétta kremið ef þú ert á leiðinni í verslunarferð í stórborg þar sem mikið er um bíla.
Það er nokkuð sterk lykt af kreminu en hún dofnar eftir nokkrar mínútur og er ekki truflandi.
Kremið sem er gott fyrir allar húðtegundir hefur fengið frábærar viðtökur. Það er sérlega gott fyrir þær sem glíma við bólur og ertingu í húðinni enda olíulaust. Þetta krem er eitt það vinsælasta í dag og ég er ekki hissa enda hefur það mjög jákvæð áhrif á húðina.
Mæli hiklaust með því fyrir allar konur sem vilja forðast sólargeislana og hugsa vel um húðina sína.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.