Cacharel hefur sett á markað sumarilminn fyrir árið 2012 og fæst hann í takmörkuðu upplagi undir vörumerkinu NOA.
Nýi ilmurinn er léttur og ferskur. Þegar þú setur hann á þig finnur þú örlítin blómailm með sítrus- og ávaxta keim. Ilmurinn er tileinkaður litbrigðum sólarinnar og þeim róandi áhrifum sem sólsetrið hefur á okkur.
Pakkningarnar eru einstaklega fágaðar og minna okkur á sólina en glasið er kúla, fallega gul með vott af rauðum og appelsínugulum litum.
Sumarilmur NOA hentar öllum aldurhópum, einnig ungum stúlkum þar sem ilmurinn er einstaklega léttur.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JIZ6e5FcP8M[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.