Alveg hef ég kolfallið fyrir naglalökkunum frá L’Oreal
Ástæðan er einföld; Þau koma í svo mörgum fallegum litum, eru í einstaklega þægilegri stærð (ekki of stór og ekki of lítil) haldast óvenjulengi á nöglunum og svo er svo auðvelt að nota þau. Það er að segja burstinn er þægilegur og auðveldur í notkun.
Nýjasta naglalakkið sem ég á frá þeim er naglalakkið Sublime Platine 819 og er það úr demantalínunni þeirra sem kom út rétt fyrir jólin.
Línan er gullfalleg og naglalakkið er einstaklega glamúrus og smart.
Liturinn er krómaður með dassi af demantakornum og breytir smá lit eftir því hvernig birtan fellur á neglurnar. Hversdagslegur glamúr. Hvað er betra?
Þetta lakk er algjört æði og passar við hvaða outfit sem er!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.