Svefn er að mínu mati undistaða alls. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi svefns og góð áhrif þess að sofa nóg. Fólk sem sefur nóg er í betra formi, fer betur inn í daginn, hefur betri einbeitingu, betra lundarfar og fleira.
Eins og fyrr segir er svefn mér gífurlega mikilvægur. Það er hægt að gera ýmislegt til að stuðla að góðum svefni. Meðal annars að anda að sér blöndu af vel völdum ilmkjarnaolíum.
Aromachologie er lína frá L’Occitane, fyrst kynnt árið 1976, sem samanstendur af tveimur vörulínum fyrir líkamann; Slakandi og Endurnærandi.
Ég á alveg ótrúlega góða nuddolíu úr þeirri fyrirnefndu. Olían veitir sefandi áhrif en hún inniheldur meðal annars lavender, jurt, sem er einmitt aðallega tengd við losun stress. Nuddolían er einnig unnin úr sætri möndluolíu sem gerir húðina silkimjúka.
Sú list að nota ilmkjarnaolíur hefur ávallt verið ástríða Oliver Baussans, stofnanda L’Occitane , og hefur veitt hugmyndafræði vörumerkisins innblástur allt frá stofnun þess árið 1976.
Önnur sniðug vara úr línunni eru litlir slökunarpúðar. Púðana er hægt að geyma í fataskápnum, á náttborðinu eða nálægt koddanum. Þeir hafa líkt og olían slakandi og sefandi áhrif. Þessir púðar eru fylltir með þurrkuðum lavender jurtum. Þá ilma þeir af lavender í bland við perluilm og aðrar ilmkjarnaolíur.
Að mínu mati er Aromachologie frá L’Occitane algjör lúxus fyrir svefninn.
Lestu um 18 merkilegar staðreyndir um svefn og svefnleysi og Svefn – Umhverfið skiptir máli!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.