Ertu oft a ferð og flugi ? Ef svo er þá er hægt að kaupa augnskuggasett í Saga Shop Icelandair sem virkar!
Afhverju segi ég sem virkar?
Jú, ég hef oftar en ekki keypt mér snyrtuvöruferðasett sem eru einfaldlega bara ekki nógu góð, blýanturinn of harður, augnskuggarnir haldast illa og litirnir alltof daufir miðað við það sem er auglýst og ég sit uppi með sett sem ég nota kannski einu sinni.
En nú datt ég í lukkupottinn!
Nú er ég búin að finna ferðasett frá BENEFIT sem er með flotta liti, liti sem blandast ótrúlega vel á og hrynja ekki niður kinnarnar um leið og hann fer á.
Blýanturinn er mjúkur og góður og með augnskuggunum er hægt að gera flotta skyggingu bæði fyrir dag- og kvöldförðun. Svo fylgja með frábærar leiðbeiningar sem gera það að verkum að jafnvel mestu amatörar í förðun geta notað settið með mjög góðu móti og kallað fram fallega förðun.
Það sem er einnig í boxinu er litað augabrúnavax til að dekkja augabrúnirnar og móta en það er einnig ljóst vax til að lýsa upp augnkróka en svo er einnig lítill plokkari sem fylgir sem getur alltaf komið að góðum notum.
Ef þú ert á leið í flug og gleymir snyrtidótinu þínu heima, eða langar í nýtt, þá virkar Smokin’ eyes settið frá BeneFit fullkomlega. Það er líka bara gott að hafa þetta í snyrtibuddunni í ræktinni og víðar þar sem þú þarft ekki að taka með þér ótal stykki en bara eitt.
HÉR eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þú átt að nota þetta sett til að kalla fram fallega augnumgjörð og ‘smokey’ förðun.
Benefit eru með eftirsóttustu snyrtivörum heims og hafa algjörlega slegið í gegn í Bandaríkjunum. Umbúðirnar eru skemmtilega ‘retro’ og innihaldið er verulega gott.
Ég skora á þig að kynna þér og prófa Benefit ef þú hefur tök á en við Pjattrófur höfum þegar skrifað um t.d. maskarann frá þeim, They’re Real, sem hefur slegið rækilega í gegn!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.