Fyrir stuttu kom nýtt snyrtivörumerki til Íslands. Það er merkið Smashbox sem hefur náð miklum vinsældum vestanhafs og þá sérstaklega hjá förðunarfræðingum en vörurnar eru sérstaklega hannaðar til að endast vel og vera auðveldar í meðförum þegar kemur að förðun.
Ég á mér nokkrar uppáhalds vörur frá þessu merki en það eru tvær sem eru efst á toppnum. Sú fyrri er ‘highlighter’ penni frá þeim sem heitir HALO Highlighting Wand. Þessi flotti penni gefur æðilegan ljóma og hentar vel til dæmis á kinnbeinin og á augnbrúnabeinin. Penninn kemur í tveim litum; pearl og gold.
Hin uppáhalds varan mín frá Smashbox er augnskuggapalletta sem heitir Softbox. Þessi palletta inniheldur sex ótrúlega klæðilega liti sem fara nánast öllum vel! Það sem ég elska við þessa pallettu er það að hana er bæði hægt að nota hversdags og spari…svo fíla ég alla litina í pallettunni svakalega vel og enginn litur er skilinn útundan!
Vörurnar frá Smashbox fást í verslunum Hagkaupa í Smáralind, Kringlunni og Garðabæ.
Ég mæli með að kíkja á YouTube síðu Smashbox en þar má finna flott kennslumyndbönd og fróðleik um vörurnar. Hér fyrir neðan má svo sjá Lori Taylor, förðunarfræðing Smahsbox nota Softbox pallettuna á tvo vegu! Fylgstu vel með þessu…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=JxqTCPKIcW4&feature=plcp[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.