Það eru fáar snyrtivörur í jafn miklu uppáhaldi hjá mér og vörurnar frá YSL. Ástæðan er einföld – þær eru bara svo góðar!
Ég á nokkra varaliti frá þeim ásamt farða, ilmvötn og krem. Helst vil ég að varalitirnir haldist vel á, séu mjúkir og endingargóðir en þá kemur oft vandamál þegar mín ætlar að taka farðann af sér. Blessaður varaliturinn, þá helst þessi djúp rauði og fallegi er pikkfastur á vörunum mínum. Nauðsynlegt er að skrúbba og skrúbba þar til liturinn fer af og þá verður húðin aum og leið á eftir.
Nýlega kynntist ég ferlega góðri hreinsimjólk frá YSL sem heitir Gentle cleansing milk og er í hinni flottu TOP SECRET línu frá þeim. Hreinsimjólkin er það mikil snilld að hún nær því að hreinsa farðann, augun og varirnar, allt í einni stroku. Sem er töluverður tímasparnaður heldur þegar maður er að standa í því að nota augnhreinsir, farðahreinsir og svo enn annan hreinsir á varirnar. Pælingin á bak við Top Secret er nefninlega líka tímasparnaður. Að vera flott sæt en hafa samt tíma.
Gentle Cleansing milk er fyrir andlit, augu og varir, mjólkin hreinsar allar gerðir af farða á mildan hátt og vinnur sérstaklega vel á varalitum sem eiga að haldast lengi.
Svo ég minnist nú ekki á hvernig húðin er eftir að hafa hreinsað hana, en þá skilur hreinsimjólkin húðina svo silkimjúka og hreina að það hálfa væri hellings nóg. Mjög þægileg og algjör snilld.
Þessi flotta hreinsimjólk fær 5 stjörnur af 5 mögulegum frá mér og mæli ég með henni sérstaklega fyrir ykkur sem notið mikið af litasterkum varalitum.
[usr 5.5]Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.