Yves Saint Laurent eða YSL kom nýlega með flottan maskara á markað – Mascara Volume Effet Faux Cils Shocking, eða einfaldlega SHOCKING.
Það er óhætt að segja að ég hafi fengið “sjokk” þegar ég fór að nota þennan maskara. Ég er gríðarlega vandlát þegar ég vel mér maskara og hef haldið mig við sömu tegundina í mörg ár, en VÁ! Ég varð gersamlega orðlaus og agndofa þegar hann var kominn á augnhárin og mér leið eins og ég væri komin með gerviaugnhár.
Ávinningur maskarans er meðal annars ótrúlegur þéttleiki fyrir þykkari augnhár, fljótvirkur árangur og hann kemur í fimm mismunandi svörtum litum. Liturinn sem ég er með er N°1 og heitir Deep Black.
Það er gríðarlega þægilegt að bera maskarann á sig og mér finnst æðislegt að setja nokkrar umferðir á til þess að fá hann þéttari og meira áberandi en samkvæmt notkunarleiðbeiningunum áttu að bera á efri augnhár frá rót að enda með sikk-sakk hreyfingum og bera að lokum yfir neðri augnhár.
Ef að þú ert að hugsa um að skipta um maskara í snyrtibuddunni þinni eða langar að breyta aðeins til þá mæli ég hiklaust með þessum maskara, hann er dásamlegur!
Hér að neðan má sjá myndband við gerð auglýsingarinnar fyrir maskarann.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Uvy9HMFMCOE[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig