Sumar snyrtivörur eru þannig að ekki þarf að nota þær nema nokkrum sinnum til að sannfærast um að vörurnar eru súpervörur.
Shiseido BIO Performance dagkremið og Shiseido Benefiance WrinkleResist24 augnkremið eru snyrtivörur sem falla undir þennan flokk.
______________________________________________________________
Dagkremið
Shiseido BIO Performance gefur mikinn og góðan raka, það dreifist vel á húðina, það er örlítið gelkennt en samt sem áður með kremáferð og ilmurinn er ofsalega góður. Þegar ég meika mig eftir að hafa notað þetta dásamlega krem verður förðunin sérstaklega falleg og húðin slétt og lítarlaus og endist meikið einhvernvegin betur á húðinni.
___________________________________________________________
Augnkremið
Shiseido Benefiance WrinkleResist24 gerir mikið fyrir augnsvæðið og þarf ekki að nota mikið af því í einu. Kremið dregur úr hrukkum og kemur í veg fyrir að nýjar myndast en það gefur mjög góðan raka og augnsvæðið verður mjúkt og slétt.
Ef þú ert að leita að virkilega góðu og öflugu dagkremi og ert tilbúin að prófa eitthvað nýtt (sem er víst galdurinn á bak við fallega húð) þá get ég algjörlega mælt með þessum tveimur.
Horfðu á myndbandið til að fá að vita meira….
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=E1iHXMcz20M[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.