YSL stendur alltaf undir væntingum þegar ég leyfi mér að splæsa í dýrari snyrtivörur!
Varaliturinn SHEER CANDY er úr sumarlínu YSL – en þessi lína er alveg sérlega falleg og inniheldur m.a pastel augnskugga, kinnaliti, appelsínugult naglalakk og sheer candy varalitina sem fást í fjórum litum.
Varaliturinn er fullur af vítamínum og ávaxtasýrum sem næra varirnar vel yfir daginn og gefa mikinn glans.
Litirnir eru í raun gloss en ekki þykkur, hefðbundinn varalitur. Þeir gefa fallegan blæ án þess að lita varirnar áberandi. Til dæmis er liturinn sem ég hef verið að nota (ICED PLUM) mjög fjólublár en þegar hann kemur á varirnar verður hann ljósfjólublár með háglans!
Hann er einstaklega flottur yfir skærbleikan varalit sem dæmi og hægt að leika sér svolítið með hann. Varirnar haldast nærðar allann daginn sem er mikill plús!
Skoðaðu SHEER CANDY frá YSL – mér finnst hann algjört möst í snyrtibudduna í sumar.
Umbúðirnar eru gullfallegar eins og alltaf hjá YSL og þær gefa manni svo skemmtilega lúxus tilfinningu þegar maður handleikur þær. Hönnunin stendur undir nafni meistarans…
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.