Um daginn skrifaði ég um nýjustu línu L’Occitane, Pivoine Délicate. Vörur innan línunnar eru í anda bóndarósarinnar, eru rómantískar og ilma dásamlega.
Byltingakenndasta varan finnst mér án efa Shimmering Powder.
Laust, sanserað, ilmandi púður sem kemur í bleikri “vintage” pakkningu með fallegri pumpu. Umbúðirnar eru ótrúlega glamúrus og minna á gamla tíma.
Í sumar vilja förðunarfræðingar og snyrtivöruframleiðendur meina að falleg, ljómandi húð sé mál málanna og því er púðrið hagnýt vara um þessar mundir. Maður kreistir einfaldlega pumpuna og úðar sanseruðu púðrinu yfir húð og hár.
Ég mæli eindregið með Shimmering Powder frá L’Occitane. Eftir að púðrið er búið er svo hæglega hægt að geyma flöskuna til skrauts eða jafnvel til að fylla af nýju, góðu ilmvatni!
L’Occitane búðin er í Kringlunni og hér á Facebook en púðrið kostar í kringum 5000 kr.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com