Undanfarið hef ég verið að prófa hina ýmsu naglalakkaeyða og hef ég komist að því að þeir eru eins margir og þeir eru misjafnir.
Þeir hreinsa misvel, þú þarft minna af sumum og meira af öðrum, aðrir skilja neglurnar þínar eftir hvítar, meðan hinir láta neglurnar verða gulleitar og allt þar á milli. En núna loksins er ég búin að finna þann sem mér þykir bestur og er það naglalakkaeyðirinn frá Sally Hansen.
- Þú þarft ekki mikið af honum
- Hann hreinsar neglurnar vel
- Nær allskonar naglalökkum af (dökkum, glimmernaglalökkum og ljósum)
- Neglurnar verða fallegar á litinn eftir að þú notar hann og…
- Það tekur stuttan tíma að nota efnið, en það endist vel í bómullinum.
Sally Hansen naglalakkseyðir fæst á mörgum stöðum en í Hagkaupum er ágætis úrval og hægt að kaupa nokkrar tegundir. Persónulega líkar mér best við “Extra Strength for all nail types”
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.