Ég hafði aðeins heyrt um hið goðsagnarkennda krem frá La Mer en aldrei prófað það þar til nú í sumar að mér barst það að gjöf.
Creme de la Mer er hið eina sanna stjörnukrem. Ég hef lesið að Jennifer Aniston noti ekkert annað til að fegra fótleggi sína, og bæði Jennifer Lopes og Marcia Cross (Bree úr Desperate) segjast nota það reglulega.
Þetta er líka einstakt kraftaverkakrem því hún verður samstundis mjúk og falleg eftir að kremið er borið á og rakinn endist virkilega lengi.
Sagan
Créme de la Mer var þróað af eðlisfræðingnum Dr. Mark Huber í því skyni að græða ör hans. Eftir 12 ára vinnu og 6.000 rannsóknir varð útkoman Créme de la Mer og töfraformúla sem hann kallaði Miracle Broth.
Árangurinn varð eins og Dr. Huber vonaðist eftir því munurinn á húðinni var líkastur kraftaverki.
Kraftaverkaformúlan (The Mirale Broth)
Kraftaverkaformúlan í kreminu inniheldur meðal annars sjávarþara, kalk, magnesíum, kalíum, járn, C,D,E og B12 vítamín auk kjarnaolíur úr sítrusávöxtum, eukalyptus, hveitikími og sólblómum.
Hráefnin eru látin gerjast í 3-4 mánuði en það er í þessu einstaka ferli sem hin jákvæðu áhrif ná hámarki sínu. Vandlega er farið eftir uppskrift Dr. Huber en með þessu þessu hæga lífræna gerjunarferli verður til Créme de la Mer.
The Reparative Body Lotion
Hér erum við að tala um sannkallað byltingarkrem sem jafnast á við serum hvað varðar endurnýjun og áferð húðarinnar. Eftir að hafa borið það á húðina í fyrsta sinn varð ég einfaldlega hissa á því hversu mögnuð áhrif eitt krem gæti haft á húðina. Hún varð, án þess að hér sé verið að ýkja: SILKIMJÚK.
Næringarríka ‘kraftaverkaformúlan’ ásamt einstökum sjárvarþörungum sem gerjaðir eru á sérstakan hátt, þétta og endurlífga húðina með frábærum áhrifum.
Kremið nærir húðina samstundis og þurrkublettir hverfa ásamt því að gera við, róa og sefa húðina. Með langvarandi notkun lýsast öldrunarblettir, áferð húðarinnar verður mýkri og teygjanlegri og hrukkur og línur minnka.
Kremið kostar sitt og er því tilvalið sem gjöf til annaðhvort sjálfrar þín eftir góðan árangur, á afmæli eða annað – nú eða bara gjöf til ömmu, mömmu eða góðrar vinkonu.
La Mer vörurnar fást aðeins í SIGURBOGANUM á Laugavegi.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.