Vinsæla snyrtivörumerkið Smashbox kom nýlega til Íslands en merkið á sér skemmtilega og frekar óvenjulega sögu
…Smashbox Studio var stofnað árið 1990 af tveim ljósmyndurum og bræðrum, Dean og Davis Factor en þeir eru langafasynir Max Factor sem flestir kannast við úr snyrtivöruheiminum.
Smashbox Studio varð fljótt eitt vinsælasta ljósmynda-stúdíó í LA þar sem tískuljósmyndir voru teknar og stjörnurnar myndaðar. Árið 1996 ákváðu þeir bræður að koma með snyrtivörumerki.
Innblásturinn var sá að þeir vildu vörur sem entust allan daginn og í sterkum ljósunum þar sem þeim leiddist sífellt „touch up“ í miðjum myndatökum. Og þeim tókst að skapa þetta flotta merki, Smashbox!
Frægastir eru þeir fyrir ‘primerana’ sína. Fyrsti primerinn sem kom á markað var Photo Finish Primerinn sem hentar öllum en hann jafnar húðlitinn, sléttir úr fínum línum, lokar opinni húð og býr til góðan grunn undir farða. Davis elskar þessa vöru þar sem hún gerir það að verkum að eftirvinnsla myndanna verður ekki eins löng og erfið.
Smashbox vörurnar verða sem sagt til í ljósmynda-stúdíóinu en þær eru allar prófaðar á staðnum á módelum og stjörnunum. Created, Tested, Photographed at Smashbox Studio LA – það er þeirra slagorð!
Árið 2010 kom svo Estée Lauder company inn í merkið og þá fóru hjólin að snúast hjá Smashbox. Þetta gaf þeim kost á að vaxa og breiðast út.
Smashbox vörurnar eru mjög skemmtilegar vörur sem henta öllum, þær eru þægilegar í notkun og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. BB kremið er nýjasta ‘hittið’ frá Smashbox en það gefur góðan raka ásamt því að draga úr fínum línum og verja húðina fyrir sólinni. BB-kremið er vara sem er mitt á milli þess að vera húðvara og farði, snilld!
Fyrir áhugasama er nú hægt að bóka sig í förðun hjá Smashbox. Endilega sendið þeim einkaskilaboð á Facebook síðu Smashbox og bókið tíma í desember en förðunin kostar 6000 kr.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.