Rosebud Smith varasalvarnir hafa verið mjög vinsælir hjá förðunarfræðingum og hjá stjörnunum í Hollywood. Vörurnar eru þekktar bæði fyrir gæði og margnota eiginleika og hafa verið framleiddar af gömlu fjölskyldufyrirtæki í yfir 100 ár.
Ég eignaðist Smith’s Rosebud Salve sem vinnur á þurri húð og vörum, þurrkublettum, ertingu í húð og bleyjuútbrotum og er jafnframt vinsælasta varan hjá Rosebud Smith. Hann nærir og mýkir þurrar varir (ekki veitir af í íslensku veðri!) og virkar vel sem náttúrulegur varagloss. Sem sagt algjört “must have” í snyrtibudduna eða heima við.
Ég hef notað salvann á varirnar daglega síðan ég fékk hann og finn mikinn mun en þær eru mýkri en vanalega, springa ekkert og eru alveg lausar við þurrk.
Ég prufaði hann einnig á þurra olnboga og eitt lítið sár og fann hvað hann mýkti og græddi svæðin. Salvinn inniheldur ekki vax, hann klístrast ekki og það kemur að óvart hvað það þarf lítið magn af honum í einu. Svo kemur hann líka í túbu fyrir þá sem finnst það þægilega.
Í línunni eru einnig til kælandi mentol salvi, jarðaberjavarasalvi, mynturósavarasalvi (sætt myntubragð) og sá nýjasti er Mocha Rose salvi sem lyktar af Mokka, súkkulaði og vanillu…. mmmmm.
Ég er alveg virkilega ánægð með salvann minn og þar sem að ég hef lengi barist við varaþurrk var hann kærkomin eign í snyrtibudduna mína. Hvert sem vandamálið er þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari Rosebud Smith fjölskyldunni.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com