UNA skincare er ný afurð íslensks fyrirtækis sem nefnist Marinox ehf. Fyrirtækið framleiðir andlitskrem sem eru unnin úr íslenskum sjávarþörungum og á bakvið kremin liggja langar vísindalegar rannsóknir.
UNA vörurnar innihalda sérvalin innihaldsefni til að vernda, endurnæra og yngja húðina og eins og áður sagði byggja þær á miklum rannsóknum á þörungum. Við erum svo einstaklega heppin að hafa nóg af sjávarfangi við Íslandsstrendur og því finnst mér frábært að nú sé kominn vara á markaðinn sem nýtir sér afurð íslenskrar náttúru.
Sjávarþörungurinn sem er notaður í kremið kallast Fucus vesiculosus , hann inniheldur mikið af lífvirkum efnum, andoxunarefnum, fjölsykrum, amínósýrum, vítamínum og steinefnum. Þessi efni vinna meðal annar gegn húðöldrun, og roða-þau draga einnig úr bólgum.
Kremin koma í fallegum og léttum umbúðum en einn helsti kostur þeirra er sá að umbúðirnar eru loftheldar með pumpu og þannig komast engin utanaðkomandi óhreinindi í kremið – þannig helst einnig virkni kremsins lengur og þú færð alltaf nákvæmlega þann skammt sem þú þarft.
Vörurnar frá UNA eru tvær enn sem komið er – Dag og Næturkrem:
DAGKREMIÐ
Dagkremið er afar áhrifaríkt og ég sé mikinn mun á húðinni efir að ég fór að nota það. Það er þægilegt að bera það á sig, það er lyktarlaust og húðin ljómar alveg eftir að maður er búin að bera það á. Ég sé mikinn mun á mér eftir að ég fór að nota það, húðin er öll frískari og roðinn hefur snarminnkað (dagkremið kostar á milli 5.500-6000 eftir búðum).
NÆTURKREMIÐ
Næturkremið er afar kröftugt. Það inniheldur mikið af lífvirkum efnum sem næra og byggja húðina upp. Næturkremið inniheldur einnig mikið af andoxunarefnum eins og dagkremið. Þegar ég bar kremið fyrst á mig eftir að hafa hreinsað húðina vel fyrir svefninn fann ég strax fyrir virkni þess í andlitinu, ég fann smá hita og síðan kælandi tilfinningu – Þetta krem virkar ofsalega vel og ég finn einnig mikinn mun á húðinni í andlitinu eftir notkun þess (næturkremið kostar frá 6500-7000).
Þess má einnig geta að UNA skincare vörumerkið er skráð hjá www.natturan.is og heimasíða kremanna er www.unaskincare.com
Frábær húðlína sem ég mæli hiklaust með!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig