BB – kremin eins og þau kallast hafa aldeilis verið að slá í gegn á árinu sem er að líða en flest snyrtivörufyrirtæki eru komin með þau og þau tröllríða meiköpp bransanum.
Ég prófaði BB krem frá L’oréal og varð heldur betur hrifin!
Kremið er létt og mjög rakagefandi. Húðin fær því að anda allan daginn og helst ungleg og fersk.
Kremið sem ég er að nota er anti-aging krem en ég myndi samt alveg mæla með því fyrir alla aldurshópa! Það stinnir húðina og gefur henni mjög fallega áferð.
BB krem fara vel með húðina, vernda fyrir UV geislum, jafna húðlitinn og minnka roða og aðrar misfellur til muna.
Ég er að nota lit sem er framleiddur fyrir “Light to fair skin” eða ljósa húð. Í fyrstu virðist hann mjög dökkur en hann blandast mjög vel inn í húðina og lýsist þannig ekki láta þér bregða ef þú heldur að kremið sé of dökkt fyrir þig.
Ég nota ekkert annað en þetta þessa dagana. Finnst alltaf svo fallegt að vera frekar náttúruleg! Mæli 100% með Revitalift BB kreminu frá L’Oreal.
Kremin fást t.d í Hagkaup og eru á góðu verði eins og aðrar vörur frá L’Oreal.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.