Í vor gaf MAC út nýja förðunarlínu í takmarkaðri útgáfu – Reel Sexy, sem er bæði ögrandi og fáguð í senn en línan er unnin í samstarfi við ofurfyrirsætuna Kristen McMenamy.
Litirnir eru samblanda af frekar dökkum litum í fjólubláum- bláum og grænum en einnig má finna skærbleika- og ferskjuliti. Reel Sexy inniheldur varaliti, Cremesheen Glass varaglossa, Eyeshadow Duo augnskugga, augnblýanta, Mineralize Skinfinish andlitspúður, kinnaliti og naglalökk.
Persónulega er ég yfir mig hrifin af þessari línu og fékk í hendurnar einn guðdómlega fallegan kinnalit úr henni. Hann er í litnum Magenta og er dökkbleikur með fjólubláum tón. Liturinn er mattur og hentar vel út á lífið. Hann er flauelsmjúkur viðkomu, blandast vel og auðveldur í ásetningu.
Svo mæli ég einnig sérstaklega með Mineralize Skinfinish púðrinu en það er kjörið fyrir “highlight” og til að fá fallegan ljóma á andlitið, auk þess sem það er silkimjúkt!
Reel Sexy línuna ætti enginn snyrtivöruunnandi eða MAC aðdáandi að láta framhjá sér fara, enda óteljandi litir og vörutegundir í boði. MAC vörurnar eru seldar í Debenhams Smáralind og í Kringlunni.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com