Realness of concealness mini fake-it kit frá Benefit er ein mesta snilld sem hefur ratað í snyrtibudduna mína.
Lítil askja sem inniheldur allt sem þú þarft til að fríska upp á andlitið yfir daginn.
Askjan inniheldur nokkrar af vinsælustu vörum Benefit í þægilegri öskju sem passar í allar snyrtitöskur.
Í ÖSKJUNNI ERU…
Ooh la Lift: Það er sett undir augun til þess að minnka þrota – gefur þeim strax ljóma. Passið að nota lítið. Annars kemur það svolítið furðulega út.
Lip Plump: Elska þetta! Nota bæði undir varalit og eitt og sér. Jafnar litinn á vörunum og gerir þær fallegar. Athugið að leyfa því að þorna áður en varalitur er settur á.
High Beam: Ein mesta snilldin við þetta kitt. Highligher er orðin ein af mínum uppáhalds snyrtivörum. Gerir svo ótrúlega mikið fyrir andlitið. Þessi er einn sá besti sem ég hef prófað. Hann er settur á kinnbeinin og undir augabrúnir (rétt í endann). Gefur andlitinu fersklegan ljóma.
Lemon-aid: Gulkenndur hyljari sem settur er á augnlokin. Felur allan roða og þreytumerki. Einnig mjög góður præmer undir augnskugga! Mér finnst hann líka virka vel sem hyljari undir augun.
Boi-ing: Rosalega góður hyljari sem notaður er fyrir bauga og þrútin augu. Hann blandast mjög vel inní húðina og felur vel. Hann er kremkenndur og því auðvelt að ráða við hann. Mér finnst langbest að nota puttana til að setja hann á. Svo nota ég hann líka sem bóluhyljara.
Ótrúlega þægilegt að grípa í þetta í vinnunni þegar maður vill aðeins fríska sig upp. Allt vörur sem ég er mjög ánægð með og þá helst hyljarinn, highlight-erinn og lip plumpið. Algjör snilld!
Þú færð Benefit vörur í Saga Shop – um borð vélum frá Icelandair.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.