Það sem mér þykir svolítið einkennandi fyrir sumarförðunina í ár eru rauðar glossy varir. Þær passa fullkomlega við fallega sólbrúnku og eru líka bara alltaf klassískar.
Það kemur rosa vel út að móta varirnar með blýanti í sama lit, mér finnst skemmtilegt að gera það ef ég er að fara fínt, en svona hversdag er rosa flott að setja bara glossinn beint á.
Nóg er úrvalið í búðunum sv0 það ætti að vera auðvelt fyrir allar að finna sér fallega liti fyrir sinn smekk og á viðráðanlegu verði.
Óhætt er að mæla með bæði Chanel, Guerlain og Gosh ef þú vilt fara í ódýrari tegundir. Lancome eru líka með mjög marga fallega liti.
Prófaðu að sjá hvernig fallegur rauður litur kemur út eftir að þú ert búin að ná smá fallegri brúnku á húðina. Það kemur á óvart!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com