PureDKNY A Drop Of Rose frá Donna Karan er léttur og kvenlegur ilmur út í gegn.
Uppistaða ilmsins er tyrknesk rós handtýnd í Isparta dalnum í Tyrklandi.
Framleiðsluferlið er af gamla skólanum sem er nánast óháð allri nútímatækni. Úr framleiðsluferlinu kemur hrá rósarolía sem er sett í ilmvatnið.
Ilmurinn er sem sagt holdgun rósar í sinni einföldustu mynd, einföld og hrein framsetning af garðarós án þyngsla gamaldags rósarilms.
Í samstarf við CARE – “A drop of rose a drop of goodwill”
“More than a fragrance” er samstarfsverkefni DKNY’s og CARE sem eru leiðandi hjálparsamtök.
Markmiðið er að hafa áhrif á fjárhagslega framtíð kvenna með einum dropa í einu. Í fyrra fagnaði DKNY komu ilmsins á markað með því að veita CARE samtökunum styrk í þeim tilgangi að hjálpa enn þá fleiri konum út úr fátækt. Með því að kaupa rósirnar frá bændunum í Isparta dalnum, en meirihluti bændanna eru konur, hefur DKNY einnig hjálpað til við að tryggja framtíð rósabúskaps í Isparta.
Þess má geta að ilmvatnsglasið er búið til úr 100% endurvinnanlegur gleri og áli. Umbúðirnar eru einnig vistvænar en bæði blekið og pappinn eru unnin úr náttúrulegum efnum.
Ilmurinn fær 4.6 af 5 hjá viðskiptavinum ULTA Beauty.
“Great for office or casual every day. Not overpowering but doesn’t fade away half way through the day either. Not an “old lady” rose scent.” -Kim
Mér finnst þetta æðislegur ilmur. Hann er léttur og einfaldur, algjör vor-og sumarilmur!
Að endingu vil ég ráðleggja ykkur að fara ekki of geyst í spreyun, 6 sprey er of mikið, brenndi mig á því. Þó lyktin sé góð þá má nú öllu ofgera svo endist ilmurinn svo lengi.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.