Nú var að detta inn í MAC verslanir ný og glæsileg lína. Línan heitir Heavenly Creature og er innblásin af sólkerfinu okkar en allar púðurvörurnar líta út eins og litlir litríkir hnettir…
Línan hefur að geyma bakaða ‘mineral’ augnskugga, púður og kinnaliti ásamt fleiru. Ég fékk að prófa eitt stykki kinnalit og eitt púður sem hefur flauelsmjúka áferð.
Ef við byrjum á kinnalitnum (Mineralize Blush) þá er ég að nota litinn Supernova sem er alveg einstaklega litmikill. Hann er sambland af skærbleikum og brúnum…útkoman er bleikur litur með smá appelsínu-brons blæ. Þennan mun ég nota sem spari kinnalit því hann hefur það mikla ‘metallic’ áferð. ÆÐI!
Púðrið heitir (Mineralize Skinfinish). Ég fékk mér litinn Earth Sine, sá litur er sambland af dökkbrúnum, ljósbrúnum og gylltum…þannig að útkoman er mjööög ‘glamúrös’ sólarpúður sem hentar vel í skyggingar (meira að segja á augun).
Púðrið gefur mikinn lit þannig að ‘less is more’ í þessu tilfelli en það er alltaf hægt að bæta á því liturinn byggist auðveldlega upp. Þetta púður er algjört spari en það gefur mikinn gljáa og ‘highlight’. Þessi litur gæti hentar dökkri húð einstaklega vel en þær ljósu geta algjörlega notað hann líka, þá bara minna í einu.
Ég held að nú verði ég að fara að næla mér augnskugga úr línunni því ég er mjög hrifin af því sem ég hef nú þegar prófað!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.