Ég nota blautan eyeliner á hverjum einasta degi og hef átt ótal tegundir en einhvernvegin aldrei fundið “hinn eina sanna”.
Ég er óttalegur klaufi þegar kemur að því að setja á mig eyeliner en geri það nú samt á hverjum morgni. Lykilatriðið fyrir klaufa eins og mig er að vera með nógu góðan eyeliner!
Mér finnst best að hafa oddinn mjög lítinn og litinn mjög dökkann. Undanfarið hef ég verið að nota eyeliner frá YSL úr SHOCKING línunni sem er ný frá þeim en liturinn er djúpsvartur og þekur mjög vel.SHOCKING eyelinerinn er ÓTRÚLEGA þægilegur í notkun, það er mjög auðvelt að gera fallegan kisu-eyeliner eða gera þunna línu. Oddurinn er svo lítill að maður nær auðveldlega að setja hann alveg upp við.
Og það besta við hann að mínu mati, hann þornar STRAX. Ég opna augun alltaf of snemma og allt klessist útum allt hjá mér en það gerist ekki með þessum! Svo er hann alveg vatnsheldur.
Ég mæli með þessum fyrir stelpur sem eru óþolinmóðar en langar að hafa fullkominn eyeliner sem er auðvelt að gera. Hann er peninganna virði.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.