Naglamerkið OPI kom á dögunum með nýja línu innblásna af engum öðrum en Spiderman.
Línan er ótrúlega flott og koma naglalökkin í átta töff litum. Þeir eru flestallir í dekkri kantinum en fyrir þær sem fíla betur dömulega liti er hægt að finna t.d. bleikan og appelsínutón. Þú getur enn fremur fengið lítið og hrikalega smart prufusett sem Sigrún fjallar skemmtilega um HÉR.
Ég prófaði litina Into the Night og Call me Gwen-Ever. Into the Night er fallega blár með sanseringu og Call me Gwen-Ever er appelsínugulur með örlitlum gráum undirtón.
Eins og öll önnur naglalökk frá merkinu tolla þau mjög vel á, mynda ekki rákir og þorna rosalega fljótt.
Allir naglalakkafíklar ættu að kíkja á þessa línu sem fyrst, það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá OPI.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com