Clinique var að setja nýja vöru á markað sem er hugsuð fyrir þær sem eru með feita húð! Þær sem kannast við það vandamál fara varla út úr húsi án þess að vera með púður í veskinu…
…Sjálf er ég með feita húð og veit varla hvað þurrkublettur er! Þetta getur verið mjög þreytandi þegar maður er búin að mála sig voða fínt fyrir daginn en svo nokkrum klukkutímum síðar er maður farinn að glansa á ‘t-svæðinu’ eins og enginn sé morgundagurinn. Aðrir geta speglað sig.
Í gær fékk ég í hendurnar þessa nýjung frá Clinique sem heitir Stay Matte Oil-free Makeup og er farði í fljótandi formi. Í morgun prófaði ég að nota hann og ákvað að púðra mig ekki til að athuga hversu vel þessi matti farði virkar nú.
Eftir daginn verð ég að segja að ég er bara mjög sátt með niðurstöðuna! Endingin mjög góð og glansinn er í algjöru lágmarki en ég myndi samt í framtíðinni púðra smá yfir ennið, til að útiloka glansvesenið alveg.
Ég mæli eindregið með þessum fyrir þær sem eru með feita húð – því farðinn er að sjálfsögðu olíulaus og því heppilegur fyrir okkur.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.