Það er tiltölulega stutt síðan vörurnar frá Ole Henriksen urðu fáanlegar hér á landi og sem kona í sífelldri leit að hinni fullkomnu lausn fyrir mína húð hefur mig langað til þess að prufa þessar vörur frá því daginn sem ég heyrði um þær fyrst.
Ég lét loksins verða að þessari löngun minni nú fyrir stuttu og keypti minn fyrsta ole Henriksen maska.
Í þetta skiptið varð Ole Henriksen Firm Action Mask fyrir valinu. Maskinn inniheldur Aaloe sem er rakagefandi, græðandi og róar húðina, Calendula(morgunfrú) sem græðir húðina, sjávarsalt úr Dauðahafinu sem djúphreinsar húðina og gefur henni upplyftingu, Echinacea sem styrkir ysta lag húðarinnar, Goldenseal þykkni, sem dregur úr bólgum í húðinni og Kaolin, sem er fíngerður kínverskur leir sem dregur í sig raka og hreinsar húðina.
Þessi maski skilur húðina eftir mjúka og áferðafallega og æðislegt er að bera hann á sig á kvöldin eftir að hafa þvegið sér í framan…það er svo gott að fara upp í rúm alveg hrein!
Maskinn hentar öllum húðtegundum, hann minnkar svitaholur, lyftir húðinni og skilur hana eftir ferska og með fallega áferð.
Mælt er með notkun á maskanum tvisvar til þrisvar sinnum í viku.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.