Mig langar til að segja ykkur aðeins frá nýjasta maskaranum í safninu mínu, – hann heitir Love aplha og er maskari sem er örlítið frábrugðinn því sem ég á að venjast.
Þú berð hann á í tveim skrefum en hann hefur þann eiginleika að lengja alveg einstaklega vel.
Maskarinn samanstendur annars vegar af geli og hins vegar af trefjum. Ég hvet þig til að kíkja á þennan en hann kemur skemmtilega á óvart og er fullkomin fyrir þær sem vilja löng og falleg augnhár.
1. Þú byrjar á því að bera gelið á augnhárin (transplanting gel)
2. Svo þrýstirðu trefjunum á augnhárin (natural fiber)
3. Að lokum berðu gelið aftur á… og voila! augnhárin verða löng og falleg
Á myndbandinu hér fyrir neðan getur þú fengið nánari leiðbeiningar um hvernig maskarinn virkar. Tara Brekkan förðunarfræðingur hjá NN veit sko hvað hún syngur.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=-L-_WPl-dok[/youtube]
Maskarinn fæst upp í NN cosmetics, Hlíðarsmára 8 í Kópavogi en stelpurnar þar eru alveg æðislegar og vilja allt fyrir mann gera, hvet þig að kíkja á þær.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com