Snillingarnir frá Gosh komu með æðislega varaliti fyrir sumarið 2014
Í línunni eru átta varalitir hverjum öðrum fallegri. Varalitirnir heita Lip Lacquer (varalakk) og minnir glasið á umbúðir utan um naglalökkin frá þeim. Í línunni eru nokkur gloss og svo aðrir dýpri litir sem henta betur sem varalitir. Þannig að það er eitthvað fyrr alla eða fyrir misjöfn tilefni.
Liturinn sem ég fékk mér heitir Crispy lips og er fallega bleikur litur.
Mjög frísklegur, sumarlegur og léttur. Liturinn þekur vel, er mjúkur, glansandi og endist ótrúlega vel á vörunum.
Auðvelt er að bera litinn á sig, því burstinn er mjög þægilegur, léttur og hannaður sérstaklega til að fylgja varalínunni.
Í Lip Lacquer varalitnum er Argan olía og E-vítamín. Bæði vítamínið og olían vernda varirnar og mýkja.
Einnig eru þeir lausir við allt sem heitir Paraben sem er stór kostur.
Mæli með því að kíkja á varalitalínuna frá Gosh og finna sinn lit, því litirnir eru algjörlega gordjöss allir sem einn!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.