Hvað ef þú gætir minnkað svitaholur, fínar línur og ójafna áferð húðarinnar á aðeins 4 vikum? Þú myndir líklegast slá til ekki satt?
Estée Lauder hefur lengi verið fremst meðal jafningja í framleiðslu á húðserumi en hér á síðunni höfum við m.a. áður fjallað um Advanced Night Repair serum frá fyrirtækinu sem og hið ómótstæðilega BB Cream.
Nú var að koma ný vara á markað frá Estée Lauder, vara sem hefur á mjög skömmum tíma sérlega jákvæð áhrif á ásýnd húðarinnar: PERFECTIONIST CP+R Wrinkle lifting + Firming serum.
Húðin mýkist, virkar ferskari, yngri og áferðarfallegri eftir samviskusamlega notkun í fjórar vikur en þetta staðfestu 78% þeirra kvenna sem tóku þátt í vöruprófun.
Estée Lauder hefur alltaf haldið því fram að allar konur geti verið fallegar en aðal áhersla hennar er á áferðarfallega og jafna húð sem ber með sér ljóma æskunnar.
Eftir því sem við eldumst missir húðin eiginleikann til að endurnýja sig en þetta sýnir sig á því að hún verður minna teygjanleg, hrukkur gera vart við sig og fínar línur byrja að myndast. Vísindamenn og húðlæknar leita stöðugt nýrra leiða til að hamla þessari þróun og með hverju árinu eru gerðar nýjar uppgötvanir sem gera það að verkum að konur nútímans virðast margar yngjast í stað þess að eldast með árunum.
Með nýrri tækni hefur liðsmönnum Estée Lauder tekist að búa til hraðvirkasta serumið til þessa en jákvæð áhrif af PERFECTIONIST gera vart við sig strax eftir fyrstu notkun.
Eftir 1 viku, sjást áberandi merki um ljóma og jafnari áferð á húðinni.
Eftir aðeins 4 vikur má sjá mikinn mun á hrukkum, stinnleika og fyllingu húðarinnar en alls 96% kvenna sem prófuðu vöruna sýndu áberandi mun sem mátti t.a.m sjá á kjálkalínu og í kringum munn.
Estée Lauder státa af því að þetta sé áhrifaríkasta hrukkuserumið sem þau hafa sett á markað til þessa en CPR-75 tæknin örvar eiginlega húðfrumanna til að endurnýja sjálfa sig og auka á kollagenið.
Kíktu á þetta myndband til að fræðast meira en HÉR má lesa um þetta flotta serum á vefsíðu Estée Lauder.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=UqiINm-LLj0[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.