Verð að viðurkenna að ég gleymi alltof oft að fara í litun og plokkun, er með dökkbrúnt hár og verð að vera með dökkar augabrúnir til að allt harmóni saman. Þannig að ég varð þvílíkt ánægð þegar ég prófaði tvöfalda pennann frá Clinique!
Instant lift for brows frá Clinique…
Á öðrum endanum er litur til að mála augabrúnirnar og gefa þeim auka fyllingu. Mjög einfalt í notkun, mjúkur og fínn litur sem helst mjög vel á. Á hinum endanum er highlighter sem lyftir augabrúnunum. Algjör snilld!
Þú berð hann á augnbeinið, undir augabrúnina og þetta gerir það að verkum að við virðumst strax frísklegri. Eins er gott að setja smá af honum innst á augnsvæðið, það gerir kraftaverk fyrir augun. Þau verða opnari og fallegri!
Þessi penni er nú orðinn einn af mínum uppáhaldssnyrtivörum. Einfaldur í notkun og gerir hreint kraftaverk með svo einföldum hætti.
Mundu bara að nota hann eftir að þú ert búin að setja augnskugga á augað. Þá setur þú smá highlighter undir augabrúnirnar. Rennir rétt með litnum yfir augabrúnirnar og þú ert tilbúin!
Hægt er að fá pennann í þremur tónum. Soft blonde, Soft brown og Deep brown. Ég nota Deep Brown því húðin á mér er frekar dökk og eins er hárið dökkbrúnt.
Þetta er vara sem ég mæli algjörlega með og er orðin ómissandi í snyrtibudduna mína.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.