Þegar húðin eldist á hún það til að mynda með sér dökka bletti. Þessar litbreytingar í húðinni kalla sumir sólarbletti enda fá konur oft þessa leiðinlegu bletti eftir að hafa legið of mikið í sólinni á yngri árum…
…Allar vitum við að ljósabekkjanotkun og óhófleg sólböð fara illa með húðina og þetta flýtir jafnframt fyrir öldrun húðarinnar. Þá myndast hrukkur og dökkir blettir fyrr. En sama hver orsökin (aldur eða sól) eru þá draga þessir dökku blettir úr ferskleika húðarinnar og láta hana oft líta út fyrir að vera eldri en hún í raun er.
Nú nýlega setti Biotherm snyrtivöruframleiðandinn krem á markaðinn sem heitir Skin Vivo- Anti-dark Spots. Þetta krem á að draga úr dökkum blettum, minnka umfang þeirra og jafna þannig húðlitinn. Kremið kemur í lítilli túpu með stút sem ætlaður er til að bera beint á blettina sem þú villt lýsa upp.
Kremið á að bera á blettina tvisvar á dag fyrir bestu niðurstöður og eftir fjögurra vikna reglulega notkun ættu dökkir blettir að hafa minnkað, lýst upp og jafnvel horfið þannig að húðin fær fallegra yfirbragð. Kremið inniheldur meðal annars efnin; Vitamin CG, Pisium Sativum Extract og Palmaria Palmata.
Ég gaf mömmu minni (sem var dugleg í sólböðum áður fyrr) svona túpu fyrir nokkrum vikum og hún hefur notað kremið samviskusamlega síðan þá.
Við erum báðar sammála um að tveir blettir sem voru farnir að trufla hana eru mun ljósari og minna áberandi eftir notkun kremsins.
Þannig að ég get ekki sagt annað en að kremið hafi vakið mikla lukku!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.